Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Stjörnunnar, ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi. Hann var spurður út í framherja liðsins, Emil Atlason, sem átti virkilega gott tímabil í sumar.
Emil er 29 ára gamall og átti sitt besta tímabil á ferlinum í sumar, skoraði ellefu mörk í nítján leikjum. Hann meiddist á móti ÍBV í lok ágúst og missti af lokaleikjum tímabilsins vegna meiðslanna. Fyrir tímabilið í ár var tímabilið 2012, þegar Emil skoraði fimm mörk fyrir KR, markahæsta tímabilið hans.
Emil er 29 ára gamall og átti sitt besta tímabil á ferlinum í sumar, skoraði ellefu mörk í nítján leikjum. Hann meiddist á móti ÍBV í lok ágúst og missti af lokaleikjum tímabilsins vegna meiðslanna. Fyrir tímabilið í ár var tímabilið 2012, þegar Emil skoraði fimm mörk fyrir KR, markahæsta tímabilið hans.
„Hann var rosalegur. Mér fannst hann alltaf vera animal (dýr) á æfingum og átti þetta dálítið inni. Þetta var fyrsta tímabilið þar sem hann er bara ruglaður og springur algjörlega út. Að mínu mati var hann besti framherjinn í deildinni," sagði Ísak.
Ísak lagði upp níu mörk á tímabilinu. Var auðvelt að finna Emil inn á teignum?
„Það er það, hann er skrímsli í teignum, vinnur allt. Hann er sterkur og fljótur, allt sem maður vill hafa í 'striker'," sagði Ísak. Viðtalið við Ísak má sjá hér að neðan.
Viðtal við Emil:
Emil Atlason: Fann gleðina aftur í fótboltanum
Athugasemdir