Eins og sagt var frá áðan þá virðist Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður sögunnar, vera að færast nær því að ganga í raðir Al Nassr í Sádí-Arabíu.
Ronaldo virðist vera að yfirgefa evrópskan fótbolta en hann er félagslaus eftir að samningi við Manchester United var rift í kjölfarið á eldfimu viðtali við Piers Morgan.
Samkvæmt fréttum þá mun samningur hans við Al-Nassr vera að verðmæti 200 milljónum evra á ári og hann verður orðinn 40 ára þegar honum lýkur.
Ronaldo verður launahæsti fótboltamaður í heimi. Til að setja þetta í samhengi þá mun hann þéna tæplega 4000 íslenskar krónur á hverri sekúndu sem líður ef hann gengur í raðir Al Nassr.
Hann mun fá 240 þúsund krónur fyrir hverja mínútu og um 14,3 milljónir krónur fyrir hvern klukkutíma. Það eru ótrúlegar tölur en hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta er brotið niður í evrum.
💰🇸🇦 Cristiano Ronaldo will be paid €200m-per-season at Al-Nassr, reports @marca. Here's the breakdown…
— EuroFoot (@eurofootcom) December 5, 2022
€200,000,000/year
€16,000,000/month
€3,800,000/week
€760,000/day
€96,000/hour
€1,600/minute
€26/second pic.twitter.com/ue6UgKFVd1
Athugasemdir