Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 06. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Hinn umdeildi Woodward hættir sem framkvæmdastjóri Man Utd 1. febrúar
Richard Arnold og Ed Woodward.
Richard Arnold og Ed Woodward.
Mynd: EPA
Ed Woodward mun hætta sem framkvæmdastjóri Manchester United þann 1. febrúar og þá mun Richard Arnold taka við starfinu.

Arnold tekur við daglegum rekstri United af Woodward sem mun áfram sækja stjórnarfundi út tímabilið áður en hann yfirgefur félagið.

Eftir að Ofurdeildaráætlanirnar runnu út í sandinn í fyrra þá tilkynnti Arnold að hann myndi hætta sem framkvæmdastjóri. Hann hefur verið í starfinu í níu ár eftir að hafa tekið við af David Gill og verið mjög umdeildur.

Margir stuðningsmenn United telja að Woodward eigi stóra sök á því að United hefur ekki náð að keppa um Englandsmeistaratitilinn síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum. Þeir telja að stór mistök hafi verið gerð í stjóraráðningum og leikmannakaupum.

„Það er heiður að fá að starfa fyrir þetta magnaða félaga og stuðningsmenn þess. Ég er ákveðinn í að sýna þakklæti mitt með verki," segir Arnold.
Athugasemdir
banner
banner
banner