Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 06. janúar 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ákveðið í að fá Neves - Spurs og Arsenal vilja Lamptey
Powerade
Ruben Neves skoraði frábært mark gegn United á dögunum.
Ruben Neves skoraði frábært mark gegn United á dögunum.
Mynd: EPA
Hinn smái og knái Tariq Lamptey.
Hinn smái og knái Tariq Lamptey.
Mynd: Getty Images
Lucas Digne.
Lucas Digne.
Mynd: EPA
Samuel Umtiti.
Samuel Umtiti.
Mynd: Getty Images
Neves, Coutinho, Origi, Williams, Phillips, Digne, Gomez og Haaland eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakkanum á síðasta degi jóla.

Manchester United er ákveðið í að krækja í portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (24) frá Úlfunum í þessum mánuði. (Sun)

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, hefur persónulega hringt í Philippe Coutinho (29), leikmann Barcelona, og rætt við hann um mögulega lánsdvöl hjá Villa. Gerrard og Coutinho voru samherjar hjá Liverpool. (El Partidazo de Cope)

Igli Tare, íþróttastjóri Lazio, hefur rætt við Liverpool um belgíska framherjann Divock Origi (26) en Liverpool hefur áhuga á að selja hann til að forðast það að missa hann á frjálsri sölu í júní. (LazioNews24)

Liverpool gæti leyft velska varnarmanninum Neco Williams (20) og enska miðverðinum Nathaniel Phillips (24) að yfirgefa félagið í janúarglugganum. (Sky Sports)

Tariq Lamptey (21), hægri bakvörður Brighton, er ofarlega á óskalista Tottenham en grannarnir í Arsenal vilja líka fá leikmanninn. Tottenham gæti þurft að bíða til sumars með að gera tilboð í Englendinginn unga. (Sun)

Ousmane Dembele (24) hjá Barcelona verður forgangsatriði hjá Bayern München ef Kingsley Coman (25) yfirgefur Allianz Arena í lok tímabilsins. (L'Equipe)

Vinstri bakvörðurinn Lucas Digne (28) mun líklega yfirgefa Everton og ganga í annað úrvalsdeildarfélag. Franski landsliðsmaðurinn útilokar þó Newcastle. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur rætt við Digne en leikmaðurinn fær 100 þúsund pund í vikulaun og það gæti hindrað Lundúnafélagið. (Mail)

Chelsea íhugar að gera tilboð í bandaríska bakvörðinn Sergino Dest (21) hjá Barcelona. (Star)

Everton hefur slegist í hóp með Newcastle og Arsenal sem hafa áhuga á brasilíska miðjumanninum Bruno Guimaraes (24) hjá Lyon. (Evening Standard)

Barcelona hefur boðið Newcastle að fá franska miðvörðinn Samuel Umtiti (28). Mögulega á lánssamningi með möguleika á kaupum. (Mail)

Newcastle er einnig að fylgjast með hollenska miðverðinum Sven Botman (21) hjá Lille en hann er sagður vilja helst fara til AC Milan. (Chronicle Live)

Aston Villa á ekki möguleika á að fá enska miðvörðinn Joe Gomez (24) frá Liverpool í sumar. (Athletic)

Aston Villa hefur áhuga á skoska vinstri bakverðinum Aaron Hickey (19) hjá Bologna. Steven Gerrard hefur víst mikinn áhuga á táningnum. (Birmingham Mail)

Borussia Dortmund mun taka ákvörðun varðandi norska sóknarmanninn Erling Haaland (21) á næstu vikum. (Mail)

West Ham hefur gert fimm milljóna punda tilboð til Flamengo um að fá brasilíska sóknarmanninn Gabriel Barbosa, Gabigol (25), lánaðan til desember 2023. (Sport)

Allt að ellefu leikmenn vilja yfirgefa Manchester United. (Mirror)

Manchester United er að reyna að kaupa franska varnarmanninn Dan-Axel Zagadou (22) sem er fáanlegur á frjálsri sölu frá Borussia Dortmund í sumar. (Foot Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner