Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. janúar 2022 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Watford fær Samir frá Udinese (Staðfest)
Samir er mættur til Englands
Samir er mættur til Englands
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Watford hefur gengið frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Samir en hann kemur frá Udinese á Ítalíu.

Giampaolo Pozzo er eigandi beggja félaga og viðræður þvi væntanlega áfallalausar fyrir sig en þetta er sjötti leikmaðurinn sem Watford fær frá Udinese á síðustu tveimur tímabilum.

Samir er 27 ára gamall miðvörður og hefur spilað 144 leiki fyrir Udinese í efstu deild á Ítalíu.

Hann hefur byrjað 17 leiki með liðinu á þessari leiktíð en hann er nú mættur til Englands. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.

Þetta er fimmti leikmaðurinn sem Watford fær í janúarglugganum en Hassane Kamara, Maduka Okeye, Yaser Asprilla og Nicolas N'Koulou sömdu allir við félagið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner