Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. febrúar 2023 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Raúl hafi hafnað Leeds
Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik með Real Madrid.
Raúl skoraði 323 mörk í 741 leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images

Raúl Gonzalez er goðsögn hjá Real Madrid og núverandi þjálfari unglingaliðs félagsins. Spænskir fjölmiðlar segja að hann hafi fengið tilboð frá Leeds United um að fljúga til Englands og fara í samningsviðræður sem næsti knattspyrnustjóri félagsins.


Jesse Marsch var rekinn frá Leeds í dag og er félagið í leit að nýjum stjóra. Eigendur félagsins eru með lista af mönnum sem þeir vilja taka í viðtal og var Raúl eitt af nöfnunum á listanum.

Raúl er að gera flotta hluti með unglingaliðið en hann vill eflaust feta í fótspor Zinedine Zidane og taka við aðalliðinu einn daginn.

Victor Orta, yfirmaður fótboltamála hjá Leeds, hefur miklar mætur á þjálfunarhæfileikum Raúl en spænska goðsögnin telur tímasetninguna ekki vera rétta. Hann ætlar ekki að yfirgefa Madríd alltof snemma á þjálfaraferlinum.

Leeds er ekki eina félagið sem hefur sýnt því áhuga á að ráða Raúl sem aðalþjálfara hjá sér. Eintracht Frankfurt, Schalke og spænsk félög eru einnig nefnd til sögunnar sem áhugasöm.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner