Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Orri Steinn gæti reynst mikilvægur
Mynd: Getty Images
Það fara tveir leikir fram í spænska boltanum í kvöld þegar Real Sociedad og Valencia eiga heimaleiki í 8-liða úrslitum Konungsbikarsins.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í liði Sociedad taka á móti Osasuna áður en Valencia fær stórveldi Barcelona í heimsókn.

Orri Steinn fær að öllum líkindum góðan spiltíma í kvöld þar sem hann er búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Barcelona er á fínu skriði og hafa lærisveinar Hansi Flick ekki tapað leik síðan 21. desember. Þeir eru búnir að sigra sjö af níu leikjum síðan þeir töpuðu síðast.

Atlético og Real Madrid eru búin að tryggja sér þátttökurétt í undanúrslitum.

Leikir kvöldsins
18:30 Real Sociedad - Osasuna
20:30 Valencia - Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner