
„Þetta var mjög skrýtinn leikur. Þetta voru ódýr mörk sem við gáfum þeim og þeir náðu að refsa okkur," sagði Hörður Björgvin Magnússon við Fótbolta.net eftir að lið hans Bristol City tapaði 2-1 gegn Preston í Championship deildinni í kvöld.
Fyrra mark Preston kom eftir misheppnaða hreinsun hjá Herði en Alan Browne skoraði þá af 25 metra færi yfir Frank Fielding sem hafði farið í skógarferð úr marki sínu. Markið má sjá hér.
Fyrra mark Preston kom eftir misheppnaða hreinsun hjá Herði en Alan Browne skoraði þá af 25 metra færi yfir Frank Fielding sem hafði farið í skógarferð úr marki sínu. Markið má sjá hér.
„Ég fékk ekkert að heyra frá markverðinum. Hann kom hljóðlátur til mín. Hreinsunin átti að vera betri. Það er líka auðvitað hægt að setja spurningamerki við hvar markmaðurinn var en ég ætla ekki að kenna neinum um. Talandinn var bara ekki til staðar," sagði Hörður um markið.
Hörður spilaði í hjarta varnarinnar hjá Bristol í dag en hann gerði sig tvívegis líklegan til að skora á hinum enda vallarins. Hann átti langskot í fyrri hálfleik og skalla í síðari hálfleik en í bæði skiptin varði Declan Rudd í marki Preston.
„Ég var graður í að skora í dag. Ég fékk dauðafæri í seinni hálfleik og hefði getað skallað hann betur en ég náði því ekki," sagði Hörður.
Bristol datt úr umspilssæti niður í 7. sætið eftir úrslit kvöldsins í Championship deildinni. Sæti 3-6 gefa sæti í umspili og þangað stefnir Bristol.
„Það eru bjartir tímar. Okkur gengur vel og þetta er ungur hópur sem við erum með. Við viljum gera ennþá betur en í fyrra og stefnan er á 4-6. sæti. Það er okkar markmið og það er nóg af leikjum eftir," sagði Hörður.
Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Stöðutaflan
England
Championship - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Leeds | 37 | 23 | 10 | 4 | 74 | 23 | +51 | 79 |
2 | Sheffield Utd | 37 | 24 | 7 | 6 | 52 | 28 | +24 | 77 |
3 | Burnley | 37 | 20 | 15 | 2 | 50 | 11 | +39 | 75 |
4 | Sunderland | 37 | 19 | 12 | 6 | 55 | 34 | +21 | 69 |
5 | West Brom | 37 | 13 | 17 | 7 | 47 | 33 | +14 | 56 |
6 | Coventry | 37 | 16 | 8 | 13 | 52 | 48 | +4 | 56 |
7 | Bristol City | 37 | 13 | 15 | 9 | 47 | 40 | +7 | 54 |
8 | Middlesbrough | 37 | 15 | 8 | 14 | 57 | 48 | +9 | 53 |
9 | Blackburn | 37 | 15 | 7 | 15 | 41 | 38 | +3 | 52 |
10 | Watford | 37 | 15 | 7 | 15 | 47 | 50 | -3 | 52 |
11 | Sheff Wed | 37 | 14 | 9 | 14 | 53 | 58 | -5 | 51 |
12 | Norwich | 37 | 12 | 13 | 12 | 59 | 52 | +7 | 49 |
13 | Millwall | 37 | 12 | 12 | 13 | 36 | 39 | -3 | 48 |
14 | QPR | 37 | 11 | 11 | 15 | 42 | 48 | -6 | 44 |
15 | Preston NE | 37 | 9 | 17 | 11 | 37 | 43 | -6 | 44 |
16 | Swansea | 37 | 12 | 8 | 17 | 38 | 47 | -9 | 44 |
17 | Portsmouth | 37 | 11 | 9 | 17 | 45 | 59 | -14 | 42 |
18 | Hull City | 37 | 10 | 10 | 17 | 38 | 46 | -8 | 40 |
19 | Stoke City | 37 | 9 | 12 | 16 | 37 | 50 | -13 | 39 |
20 | Oxford United | 37 | 9 | 12 | 16 | 38 | 55 | -17 | 39 |
21 | Cardiff City | 37 | 8 | 12 | 17 | 40 | 61 | -21 | 36 |
22 | Derby County | 37 | 9 | 8 | 20 | 37 | 49 | -12 | 35 |
23 | Luton | 37 | 9 | 7 | 21 | 34 | 60 | -26 | 34 |
24 | Plymouth | 37 | 7 | 12 | 18 | 38 | 74 | -36 | 33 |
Athugasemdir