Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 06. mars 2018 22:46
Magnús Már Einarsson
Deepdale leikvanginum í Preston
Hörður Björgvin: Markvörðurinn kom hljóðlátur til mín
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Bristol.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Bristol.
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög skrýtinn leikur. Þetta voru ódýr mörk sem við gáfum þeim og þeir náðu að refsa okkur," sagði Hörður Björgvin Magnússon við Fótbolta.net eftir að lið hans Bristol City tapaði 2-1 gegn Preston í Championship deildinni í kvöld.

Fyrra mark Preston kom eftir misheppnaða hreinsun hjá Herði en Alan Browne skoraði þá af 25 metra færi yfir Frank Fielding sem hafði farið í skógarferð úr marki sínu. Markið má sjá hér.

„Ég fékk ekkert að heyra frá markverðinum. Hann kom hljóðlátur til mín. Hreinsunin átti að vera betri. Það er líka auðvitað hægt að setja spurningamerki við hvar markmaðurinn var en ég ætla ekki að kenna neinum um. Talandinn var bara ekki til staðar," sagði Hörður um markið.

Hörður spilaði í hjarta varnarinnar hjá Bristol í dag en hann gerði sig tvívegis líklegan til að skora á hinum enda vallarins. Hann átti langskot í fyrri hálfleik og skalla í síðari hálfleik en í bæði skiptin varði Declan Rudd í marki Preston.

„Ég var graður í að skora í dag. Ég fékk dauðafæri í seinni hálfleik og hefði getað skallað hann betur en ég náði því ekki," sagði Hörður.

Bristol datt úr umspilssæti niður í 7. sætið eftir úrslit kvöldsins í Championship deildinni. Sæti 3-6 gefa sæti í umspili og þangað stefnir Bristol.

„Það eru bjartir tímar. Okkur gengur vel og þetta er ungur hópur sem við erum með. Við viljum gera ennþá betur en í fyrra og stefnan er á 4-6. sæti. Það er okkar markmið og það er nóg af leikjum eftir," sagði Hörður.

Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 44 27 9 8 80 37 +43 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 44 19 12 13 65 56 +9 69
8 Coventry 43 17 12 14 68 55 +13 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
17 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
18 QPR 44 13 11 20 41 57 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner