Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. mars 2021 00:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn fari frá félaginu
Jürgen Klopp óttast ekki að missa leikmenn frá félaginu í sumar
Jürgen Klopp óttast ekki að missa leikmenn frá félaginu í sumar
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn yfirgefi félagið í sumar ef liðinu tekst ekki að komast í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool hefur fagnað góðum árangri síðustu ár. Liðið varð Evrópumeistari á síðasta ári eftir sigur á Tottenham í úrslitaleiknum og á eftir því fylgdi Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

Liðið vann svo Englandsmeistaratitilinn og var ósigrandi á Anfield þar til liðið tapaði óvænt fyrir Burnley, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum á Anfield og er í 7. sæti deildarinnar.

Gengi Liverpool á þessu ári hefur verið arfaslakt og er hætta á að liðið missi af Meistaradeildarsæti en hann hefur þó ekki áhyggjur af því að leikmenn fari frá félaginu ef það gerist.

„Ég skil og virði allar spurningar en þetta er eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af," sagði Klopp.

„Ég er með tryggð leikmanna. Þetta er ekki staðan þar sem leikmaður kemur til mín og segist þurfa að fara af því við erum ekki í Meistaradeildinni. Það mun ekki gerast og ég þekki þó nógu vel til að vita að það gerist ekki bara af því félagið er í annarri stöðu en það var."

„Það verður ekki heldur staðan með nýja leikmenn sem koma inn. Ég get einfaldlega ekki séð það gerast. Við sögðum það fyrir nokkrum árum að ef leikmaður vill ekki koma hingað af því við erum ekki í Meistaradeildinni á næsta ári þá vil ég ekki fá þann leikmann."

„Og ef að leikmaður vill fara frá félaginu af því við erum ekki í Meistaradeildinni þá vil ég ekki hafa þann leikmann heldur. Þetta er ekkert persónulegt en svona hefur þetta alltaf verið. Maður verður að finna rétta hópinn fyrir þær áskoranir sem við mætum og svo heldur maður áfram. Þannig ég hef engar áhyggjur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner