Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. mars 2023 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Aftur skoraði Kristian Nökkvi í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski U21 árs landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson var aftur á skotskónum er unglinga- og varalið Ajax tapaði fyrir Oss, 2-1, í hollensku B-deildinni í kvöld.

Kristian Nökkvi skoraði í 2-1 tapi fyrir unglinga- og varaliði Willem II í síðustu umferð og gerði slíkt hið sama í kvöld.

Oss komst tveimur mörkum yfir áður en Kristian minnkaði muninn á 61. mínútu.

Hann er því kominn með þrjú mörk í síðustu fjórum deildarleikjum en alls hefur hann komið að ellefu mörkum í B-deildinni á þessu tímabili.

Unglinga- og varalið Ajax er í 17. sæti B-deildarinnar með 28 stig eftir 27 leiki.

Elías Már Ómarsson var þá í byrjunarliði Breda sem lagði unglinga- og varalið PSV að velli, 2-1. Elías fór af velli undir lok leiks en Breda situr í 9. sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner