banner
   mán 06. mars 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alderweireld leggur landsliðsskóna á hilluna
Alderweireld í leik á Laugardalsvelli haustið 2018.
Alderweireld í leik á Laugardalsvelli haustið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með landsliðinu eftir fjórtán ára landsliðsferil.

Alderweireld lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 gegn Japan og hans síðasti landsleikur, sá 127., var gegn Króatíu í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í Katar.

Hann er 34 ára miðvörður sem spilar í dag með Royal Antwerp í heimalandinu.

„Sem lítill strákur dreymdi mig um að spila með landsliðinu. Ég er mjög þakklátur og stoltur að sá draumur varð að veruleika. Ég get horft til baka, fjórtán árum seinna, á 127 leiki, þrjár heimsmeistarakeppnir, tvö Evrópumeistaramót og endalaust af fallegum minningum," skrifar Alderweireld í færslu á samfélagsmiðlum.


Athugasemdir
banner
banner