Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 06. mars 2023 11:05
Elvar Geir Magnússon
„Ekkert víst að völlurinn verði eitthvað skelfilegur“
Icelandair
Frá keppnisvellinum í Zenica.
Frá keppnisvellinum í Zenica.
Mynd: BiHFootball
Eins og Fótbolti.net fjallaði um á laugardaginn eru vallaraðstæður í Zenica í Bosníu ekki góðar en þar mætast Bosnía/Hersegóvína og Ísland í undankeppni EM þann 23. mars.

„Þeir eru með verktaka sem sjá um völlinn almennt en hafa verið í launadeilum við bosníska félagið eða sambandið um greiðslur að sinna þessum verkefnum og því var ekkert unnið í vellinum," segir Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri KR-vallarins.

„Það er víst búið að leysa það og byrjað að vinna en það er einnig byrjað að hlýna í Evrópu og því ekkert víst að völlurinn verði eitthvað skelfilegur. Þó það sé alveg góðar líkur á að hann verði ekki upp á marga fiska."

Sigurður Þórðarson á knattspyrnusviði KSÍ segir að innan KSÍ sé menn vissir um að allt verði gert til að hafa völlinn í sem bestu standi þegar leikurinn fer fram.

Rætt var um málið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.
Útvarpsþátturinn - Horft til Bosníu og Heimir Guðjóns gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner