Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. mars 2023 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Felix: Það veit enginn hvað gerist
Mynd: EPA
Joao Felix, leikmaður Chelsea á Englandi, er ekkert að velta fyrir sér hvað hann ætli sér að gera eftir tímabilið en hann er á láni hjá félaginu frá Atlético Madríd.

Chelsea fékk Felix á láni frá Atlético í janúarglugganum en samkvæmt ensku blöðunum er leynileg klásúla í samningnum sem gefur Chelsea tækifæri á að kaupa hann eftir tímabilið.

Felix hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum frá því hann kom til félagsins en hlutirnir hafa ekki gengið eins og í sögu frá því hann kom.

Hann er því ekkert að spá í því hvað gerist eftir tímabilið.

„Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er bara einbeittur á leikinn á morgun. Þetta félag er bæði frábært og stórt og allir eru á bakið félagið og ég er ánægður að vera hér,“ sagðii Felix við Athletic

Chelsea mætir Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en Dortmund leiðir einvígið, 1-0.
Athugasemdir
banner
banner