Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 06. mars 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Laporte sagður vilja fara til Barcelona
Aymeric Laporte hefur misst byrjunarliðssæti sitt hjá Manchester City og segja spænskir fjölmiðlar að miðvörðurinn vilji ganga í raðir Barcelona.

Fjárhagsstaða Barcelona setur þó stein í götuna en Laporte er samningsbundinn City til 2025.

Barcelona er með miðverðina Jules Kounde, Ronald Araujo, Andreas Christensen og Eric Garcia.

Barcelona er einnig orðað við Marco Asensio en samningur hans við Real Madrid rennur út í sumar og hann er sagður tilbúinn að hlusta á hvað Barcelona hefur að bjóða.
Athugasemdir
banner
banner