Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 06. mars 2023 17:15
Elvar Geir Magnússon
Moyes að missa klefann?
Mynd: EPA
Samkvæmt Guardian er vaxandi óánægja innan leikmannahóps West Ham með varnarsinnaða og varfærnislega nálgun í leikaðferð David Moyes.

West Ham tapaði 4-0 fyrir Brighton um helgina og er Moyes enn með traust stjórnarinnar, þó hörmuleg frammistaða liðsins hafi ræst aðvörnunarbjöllur.

West Ham er stigi fyrir ofan fallsæti en liðið mætir AEK Larnaca frá Kýpur í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar á fimmtudag og tekur svo á móti Aston Villa í úrvalsdeildinni á sunnudag.

Einhverjir leikmenn telja að varnarlegt upplegg Moyes haldi aftur af mönnum. Moyes hefur reynt að breyta leikstílnum svo hann sé sóknarsinnaðri en það hefur ekki skilað árangri. Sagt er að leikmenn séu að missa trú á stjóranum.

West Ham hefur skorað 23 mörk í 25 deildarleikjum.
Enski boltinn - Vandræðaleg uppgjöf
Athugasemdir
banner
banner