Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. mars 2023 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neyddi leikmennina til að hlusta á fögnuðinn hjá Liverpool
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, neyddi leikmenn sína til að sitja í þögn í búningsklefanum á Anfield eftir 7-0 tap liðsins gegn Liverpool í gær.

Hann sagði við leikmennina að þeir ættu að nota fögnuð Liverpool-manna sem innblástur svo slík niðurlæging eigi sér ekki aftur stað.

Mirror segir frá þessu og bætir við að Ten Hag hafi í kjölfarið látið leikmennina gjörsamlega heyra það. Um var að ræða stærsta tap United síðan 1931.

Hann sagði við leikmennina að þeir væru heppnir að fá að snúa aftur til Manchester með liðsrútunni í staðinn fyrir að ferðast til baka með stuðningsmönnunum sem ferðuðust til Liverpool og borguðu sig inn á leikinn.

Ten Hag mætti til vinnu klukkan sjö í morgun og leikmennirnir komu svo á æfingasvæðið klukkan níu. Hollendingurinn var enn mjög pirraður og lét þar leikmennina vita að ef svona vonleysi grípur um sig aftur, þá verði leikmenn færðir niður í U21 liðið.

Ten Hag sagði jafnframt við leikmennina að þeir mættu búast við fleiri tímum með Rainier Koers, sem er íþróttasálfræðingur United.

„Ten Hag vill ekki að leikmennirnir sogist aftur inn í slæma fílinn frá síðustu leiktíð og hann vill því að þeir vinni meira með íþróttasálfræðingi," segir heimildarmaður Mirror en næsti leikur liðsins er gegn Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöld.
Enski boltinn - Vandræðaleg uppgjöf
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner