Paris Saint-Germain hefur tilkynnt að brasilíski sóknarmaðurinn Neymar muni ekki spila meira á tímabilinu.
Neymar er meiddur á ökkla og þarf að gangast undir aðgerð sem heldur honum utan vallar í þrjá til fjóra mánuði.
Neymar er meiddur á ökkla og þarf að gangast undir aðgerð sem heldur honum utan vallar í þrjá til fjóra mánuði.
Á miðvikudag leikur PSG seinni leikinn gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern vann fyrri leikinn í París 1-0.
PSG er á toppi frönsku deildarinnar með átta stiga forystu.

Athugasemdir