Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. mars 2023 23:33
Brynjar Ingi Erluson
Sannfærður um að Brighton geti komist í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Moises Caicedo, miðjumaður Brighton, segir að liðið stefni að því að komast í Meistaradeild Evrópu.

Caicedo, sem framlengdi samning sinn á dögunum til 2027, var nálægt því að yfirgefa félagið í janúar en Arsenal lagði fram nokkur tilboð í kappann undir gluggans.

Hæsta tilboð var 70 milljónir punda en Brighton hafði engan áhuga á að selja einn besta mann félagsins.

Caicedo er nú einbeittur á framhaldið og er markmiðið að komast í Meistaradeild Evrópu.

„Við erum að reyna að komast í Meistaradeildina. Það er draumur liðsins að komast á stærsta sviðið og gleðja stuðningsmenn félagsins sem styðja okkur í blíðu og stríðu.“

„Það verður gríðarlega erfitt en við erum sannfærðir um að við getum gert það saman. Við munum berjast til enda og erum vissir um að við getum afrekað þetta,“
sagði Caicedo kokhraustur.
Athugasemdir
banner
banner
banner