Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. mars 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
„Við vitum að hann er saklaus“
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Dani Alves, fyrrum varnarmaður Barcelona og Sevilla, er áfram vistaður í fangaklefa en fyrrum eiginkona hans Dana Dinorah segist sannfærð um sakleysi hans.

Hann er sakaður um kynferðisofbeldi þann 30. desember síðastliðinn og er haldið í fangelsi þar sem óttast er að hann gæti flúið land.

Alves verður 40 ára í maí en hann varð í desember elsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Brasilíu á HM.

„Hann ber sig vel, hann er sterkur. Ég ræddi við hann því ég vildi tala um börnin og þeirra menntun. Þessi staða er flókin fyrir þau," segir Dana en hún og Alves eiga saman tvö börn.

„Dani Alves á fjölskyldu og það er ýmislegt sagt sem er ekki satt. Það hefur áhrif á börnin. Ég er móðir og þegar börnin þjást þá þjáist ég. Ég hef ekki spurt hann út í hvað gerðist en við vitum að hann er saklaus. Það er engin spurning. Ég og börnin hans tvö trúum á sakleysi hans."

Milli jóla og áramóta skellti Alves sér út á lífið á hina vinsælu Carrer Tuset götu í Barcelona þar sem nóg er af næturklúbbum og öðrum freistingum. Kona sakar hann um kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað inni á salerni Sutton næturklúbbsins.

Alves var samningsbundinn Pumas í Mexíkó en samningi hans var rift í janúar eftir að hann var handtekinn.

Alves er varnarmaður sem spilaði alls 408 leiki fyrir Barcelona, vann La Liga sex sinnum og Meistaradeildina þrívegis. Hann spilaði einnig fyrir Paris St-Germain og Juventus og hefur leikið 126 landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner