Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 15:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Andriy Lunin ætlar sér að verða aðalmarkvörður Real
Andriy Lunin.
Andriy Lunin.
Mynd: Getty Images
Andriy Lunin er kannski ekki nafn sem allir kannast við, hann er leikmaður Real Madrid og hefur verið það frá árinu 2018 en á enn eftir að spila fyrir aðalliðið.

Hann er nú á láni hjá Real Oviedo, fyrir áramót var hann á láni hjá Real Valladolid og á síðasta tímabili hjá Leganes. Lunin sem er frá Úkraínu er staðráðinn í því að verða einn daginn markvörður númer eitt hjá Real Madrid.

„Auðvitað myndi ég elska að spila fyrir Real Madrid og keppa um markvarðarstöðuna en við munum sjá síðar hvað stjórinn (Zinedine Zidane) hefur í huga, " sagði hinn 21 árs gamli Lunin sem gerir sér grein fyrir því að það verður ekki auðvelt að vinna sér inn markvarðarstöðuna.

„Thibaut (Courtois) er auðvitað frábær markvörður, ef hann væri það ekki myndi hann ekki spila fyrir Real Madrid," sagði Andriy Lunin.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner