Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford safnaði 19 milljónum á einni viku
Rashford er góður strákur.
Rashford er góður strákur.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, vinnur reglulega góðverk og er orðinn ansi góður í því.

Undir loks mars ákvað hann að leggja góðgerðarsamtökunum FareShare, sem einbeita sér að matargjöfum til barna, lið.

Skólar á Englandi eru lokaðir vegna kórónuveirunnar og hefur Rashford áhyggjur af börnum úr fátækum fjölskyldum sem eiga ekki efni á mat.

Rashford birti færslur á samfélagsmiðlum og ræddi sjálfur við fyrirtæki og að lokum náði hann að safna saman rúmlega 19 milljón pundum, sem samsvarar tæplega 3,4 milljörðum íslenskra króna.

19 milljónir koma beint frá nokkrum af stærri matvöruverslunarkeðjum Englands. 15 milljónir frá Tesco, 2,5 milljónir frá Asda og 1,5 frá Co-op. 160 þúsund pund söfnuðust með frjálsum framlögum fólks sem ákvað að svara neyðarkallinu.

Sjá einnig:
Rashford hjálpar börnum að fá fríar máltíðir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner