Besta deildin byrjar að rúlla næsta mánudag og það styttist í annan endann á upphitun okkar fyrir mótið. Víkingum er spáð þriðja sæti deildarinnar.
Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmaður liðsins, kíkti við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir málin í Fossvoginum. Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2021 þegar Víkingar urðu tvöfaldir meistarar.
Þá var Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkinga, á línunni þar sem hann fór aðeins yfir síðasta tímabil og undirbúningsvinnuna í vetur.
Tómas Guðmundsson, fyrrum leikmaður liðsins, kíkti við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og fór yfir málin í Fossvoginum. Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2021 þegar Víkingar urðu tvöfaldir meistarar.
Þá var Viktor Örlygur Andrason, miðjumaður Víkinga, á línunni þar sem hann fór aðeins yfir síðasta tímabil og undirbúningsvinnuna í vetur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst sem og í öllum hlaðvarpsveitum.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Víkingur
Hin hliðin - Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur)
Á bólakafi í tísku og lærir fatahönnun - „Verst klæddu menn heims eru fótboltamenn"
Athugasemdir