Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
föstudagur 22. nóvember
Championship
Plymouth 0 - 0 Watford
Division 1 - Women
Fleury W - Paris W - 20:00
Bundesligan
Bayern 0 - 0 Augsburg
Úrvalsdeildin
Rubin 3 - 0 Akron
La Liga
Getafe 0 - 0 Valladolid
fim 06.apr 2023 14:36 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Á bólakafi í tísku og lærir fatahönnun - „Verst klæddu menn heims eru fótboltamenn"

Birnir Snær Ingason, leikmaður bikarmeistara Víkings er klárlega einn skemmtilegasti karakterinn í Bestu deild karla. Ásamt því að spila fótbolta þá er Birnir að læra fatahönnun í Listaháskóla Íslands en hann er að klára fyrsta árið sitt þar. Birnir fylgist mikið með tísku og er gríðarlega áhugasamur um hana. Hann er óhræddur við að vera öðruvísi í klæðaburði og er nákvæmlega sama um hvað öðrum finnst.

Birnir í leik á undirbúningstímabilinu.
Birnir í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir í jakka sem hann hannaði í Listaháskólanum.
Birnir í jakka sem hann hannaði í Listaháskólanum.
Mynd/Úr einkasafni
Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er góður að svara fyrir mig en ég fíla það þegar einhver gormur skýtur á það í hverju ég er í. Þá veit ég að það er öðruvísi'
'Ég er góður að svara fyrir mig en ég fíla það þegar einhver gormur skýtur á það í hverju ég er í. Þá veit ég að það er öðruvísi'
Mynd/Úr einkasafni
Oliver Ekroth.
Oliver Ekroth.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hector Bellerin er með mjög áhugaverðan stíl.
Hector Bellerin er með mjög áhugaverðan stíl.
Mynd/Getty Images
'Fyrsta tímabilið í Víkingi var vonbrigði fyrir mig persónulega en ég lærði þvílíkt á þig'
'Fyrsta tímabilið í Víkingi var vonbrigði fyrir mig persónulega en ég lærði þvílíkt á þig'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir er á leið inn í sitt annað tímabil með Víkingi.
Birnir er á leið inn í sitt annað tímabil með Víkingi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingi er spáð þriðja sæti í Bestu deild karla í sumar. Liðið endaði þar í fyrra og varð einnig bikarmeistari.
Víkingi er spáð þriðja sæti í Bestu deild karla í sumar. Liðið endaði þar í fyrra og varð einnig bikarmeistari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í Listaháskólanum í fatahönnun. Það gengur mjög vel. Ég er að klára fyrsta árið mitt núna. Ég er búinn að vera lengi að hugsa um að sækja um og gerði það á endanum. Ég sé ekki eftir því, það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gert það fyrr," segir Birnir í samtali við Fótbolta.net.

„Ég er búinn að vera að pæla um að sækja um í nokkur ár. Ég sótti loksins um og komst inn. Það er algjör veisla."

Þá er það alltaf tengt tísku
Birnir segir námið vera áhugavert, miklu áhugaverðara en hann bjóst við í raun og veru.

„Ég var aldrei að fara í viðskiptafræði og vera í jakkafötum."

„Þetta er mikið verklegt en alveg frekar mikið nám, eiginlega 110 prósent nám. Það er nóg að gera. Þetta er samt ekki eins og að vera í menntaskóla. Þetta er öðruvísi, þú mætir 8:30 og allt í einu er klukkan orðin 16 og það líður bara eins og klukkutími. Þetta er fljótt að líða."

„Það eru nokkrir kúrsar í þessu. Það eru örfáir sem eru bóklegir. Svo ertu að hanna þitt eigið. Við vorum í verkefni um daginn þar sem við vorum að velja einn myndlistarmann og skoða verk eftir hann. Svo áttum við út frá verkunum hans að búa til mynstur sem við myndum prenta á efni. Svo notuðum við efnið okkar til að hanna föt," segir Birnir.

„Mér finnst þetta mjög áhugavert, geðveikt gaman. Ég áttaði mig á því í níunda eða tíunda bekk í grunnskóla að ég hef - ásamt fótbolta - langmestan áhuga á tísku. Allt sem ég geri tengist tísku. Ef ég er að fara til útlanda þá langar mig að vera þar sem eru búðir og list. Ef ég er að horfa á eitthvað í sjónvarpinu þá er það alltaf tengt tísku."

„Ég horfi ekki á þætti eða bíómyndir, ég nenni því ekki. Ég horfi frekar á Youtube á svona 'vlog' þar sem einhverjir gaurar eru að ganga um götuna og spyrja fólk í hvernig fötum það er í. Það er það eina sem ég horfi á."

„Þegar ég var í níunda eða tíunda bekk þá fór ég mikið að pæla í því hvernig fötum ég væri í. Eftir menntaskóla áttaði ég mig á því að mig langaði að vinna við þetta. Ég var aldrei að fara í viðskiptafræði og vera í jakkafötum, það var aldrei að fara að gerast, það er ekki ég. Þegar ég sótti um þetta nám þá áttaði ég mig á því að þetta var eitthvað sem mig langaði að gera."

Þessi öflugi leikmaður er búinn að ná ágætis tökum á saumavélinni í náminu.

„Ég veit ekki hvort ég vil endilega vera á saumavélinni, en ég vil vinna við eitthvað tengt tísku - 100 prósent. Ég finn það að allt sem ég geri í daglegu lífi er tengt tísku. Ég er alltaf að spá í einhverju tengdu tísku. Ég er allan daginn að spá í þessu, það er eins og maður sé eitthvað veikur. Ég hafði aldrei saumað áður en ég sótti um en þetta er allt að koma. Maður er búinn að gera nokkrar flíkur sjálfur. Maður bjóst ekki við því fyrir ári síðan að maður myndi kunna að gera buxur á einum degi, ég hefði aldrei trúað því."

„Ég gerði einn jakka sem ég hef mikið notað. En það sem þú ert hanna eru ekkert endilega flíkur sem þú ert að fara í bónus í. Þetta er kannski aðeins ýktara dót, sem er notað við aðeins stærra tilefni en að kaupa brauð í bónus. En það er einn jakki sem ég hef mikið notað," segir Birnir.

Verst klæddu menn heims eru fótboltamenn
Birnir er með áhugaverðan stíl og reka liðsfélagarnir oft upp stór augu þegar hann kemur inn í búningsklefa.

„Ég fíla það þegar einhver gormur skýtur á það í hverju ég er í."

„Það hefur ekki komið sá dagur þar sem ég hef komið inn í klefann og allir eru ekki að skjóta á það í hverju ég er. Maður er orðinn vanur því. Verstu klæddu menn heims eru fótboltamenn en þeir halda að þeir séu best klæddir. Það er svo mikið egó í þeim að þeir halda að þeir séu best klæddir en þeir eru í raun verst klæddir," segir Birnir.

„Þeir eru alltaf að skjóta á mig, á hverjum degi síðustu sex eða sjö árin hef ég fengið að heyra það í hverjum andskotanum ég er í. Ég er góður að svara fyrir mig en ég fíla það þegar einhver gormur skýtur á það í hverju ég er í. Þá veit ég að það er öðruvísi. Ég tek ekki mark á því þegar einhver bjáni skýtur á mig."

Þegar Birnir er spurður að því hver sé best klæddur í Víkingi segir hann:

„Þú meinar hver er skást klæddur? Úff, ég veit það ekki. Ef ég myndi setja það á einhvern, þá myndi ég kannski setja það á Oliver Ekroth. Sá sænski, hann er 'solid'. Ég held að það séu í mesta lagi fimm fótboltamenn í heiminum sem kunna að klæða sig. Ég hef aldrei fundið einhvern sem mér finnst geggjaður. (Hector) Bellerin er flottur, (Serge) Gnabry er skemmtilegur, Leroy Sane er fínn og (Jules) Kounde í Barcelona er góður. Þessir koma upp í hugann á mér. Þeir sem kunna að klæða sig eru tónlistarmenn."

Það er auðveldara að svara þegar hann er spurður að því hver sé verst klæddur í Víkingi.

„Verst klæddur er örugglega Karl Friðleifur, hann kom fyrst upp í hugann. Hann er að reyna svo mikið en það gengur ekkert hjá honum. Það gengur ekkert."

Draumurinn væri í raun að vinna tengt þessu og lifa á því
Þegar Birnir er spurður út í framtíðina varðandi áhuga sinn á tísku þá segir hann:

„Ég hef ekkert spáð alltof mikið í það. Ég bjóst ekki við því að hafa svona mikinn áhuga. Ég vissi að ég hefði áhuga en ekki svona mikinn. Auðvitað væri það draumur að vera með eigið merki en það er mjög erfitt, sérstaklega á Íslandi. Draumurinn væri í raun að vinna tengt þessu og lifa á því," segir Birnir.

„Mér finnst ekkert rosalega gaman að vera á saumavélinni en það er mjög gaman að sjá þegar hönnun sem þú ert búinn að krota niður á blað verður að veruleika. Það er langskemmtilegast að sjá það. Auðvitað væri gaman að vera með sitt eigið merki en líka að vera fatahönnuður hjá stóru fyrirtæki. Það væri geggjað. Það eru fleiri og fleiri störf innan tískugeirans að myndast."

„Þú getur til að mynda verið kaupandi þar sem þú ert að mæta tískusýningar og sérð hvort þú vilt taka inn þetta merki fyrir búðina eða þann sem þú ert að vinna fyrir. Það gæti verið mjög gaman. Annars hef ég ekkert hugsað of djúpt út í það hvað ég er að fara að gera eftir námið, ég tek einn dag í einu."

„Ég væri til í að byrja núna með eitthvað einfalt merki og gefa út örfáar flíkur. Það væri ótrúlega gaman. Ég væri til í að prófa það, búa til eitthvað gott dót og henda helvítis fótboltamönnunum í það," segir Birnir.

Að springa út, ég hef margoft heyrt það
Þá berst talið að fótboltanum. Birnir er uppalinn í Fjölni og vakti þar mikla athygli á sínum tíma. Hann fór þaðan í Val og var þar í stuttan tíma áður en hann fór í HK. Í fyrra gekk hann í raðir Víkings og varð þar bikarmeistari.

„Núna er kominn tími til að springa út og kominn tími til að fótboltamenn fari að klæða sig almennilega."

„Það hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu. Við missum Júlla Magg sem er högg en fáum aðra leikmenn eins og Matta Villa inn sem er mjög gott. Við erum líka að fá Færeyinginn inn. Ég kom í fyrra og ég hélt að ég væri að mæta í Víking og skora 20 mörk. Ég hélt það að þetta yrði algjör veisla. Þú ert kannski í minna liði og þú átt að gera allt þar. Svo þegar þú kemur í betra lið þá heldurðu að hlutirnir verði auðveldari en þá er þetta bara erfiðara. Þá þarftu að leggja enn meira á þig til að ná árangri."

„Fyrsta tímabilið í Víkingi var vonbrigði fyrir mig persónulega en ég lærði þvílíkt á því. Ég finn núna að ég sé kominn meira inn í þetta, það tók eiginlega heilt tímabil. Það er allt annað dæmi að vera í Víkingi. Ég er spenntur fyrir þessu tímabili, þetta gæti orðið algjör veisla."

Það hefur verið mikil umræða um það í hlaðvörpum og annars staðar að það sé alltaf verið að bíða eftir því að Birnir springi út, hann sé með mikla hæfileika og eigi mikið inni.

„Sko ég hlusta eiginlega ekkert á hlaðvörp. Ég hef ekkert á móti þeim og mér finnst gaman að þeim þegar ég hlusta. Ég horfi mikið á fótbolta, ensku úrvalsdeildina og svona. En þegar ég er að horfa á sjónvarpið þá er ég að horfa á eitthvað tengt tísku og þegar ég er að hlusta á eitthvað þá er ég að hlusta á tónlist. Þegar ég var yngri hlustaði ég mikið á skoðanir fólks í hlaðvörpum en það hefur minnkað. Ég hef ekkert á móti hlaðvörpum en ég hlusta lítið á umræðuna," segir Birnir og bætir við:

„Að springa út, ég hef margoft heyrt það. Ég er sammála því þannig séð. Tímabilið í fyrra var vonbrigði en ég skoraði samt sjö mörk og lagði upp fimm; kom að tólf mörkum sem er fínt. En ég er sammála því að ég á meira inni."

„Það var frábært að verða bikarmeistari. Ég spilaði alla bikarleiki og það var mjög gaman að vinna þetta. Maður hafði aldrei verið nálægt þessu. Það eina sem ég var með á bakinu voru tvö föll. Að vinna úrslitaleik var geðveikt. Síðast þegar ég vann eitthvað var ég í 2. flokki þegar við unnum deild og bikar í Fjölni. Það var tryllt að vinna bikarinn og vonandi gerum við það líka í ár, tökum tvöfalt í ár."

Hann sér alls ekki eftir því að ganga í raðir Víkings.

„Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið í Víking. Ég er af nýja skólanum og maður var með vissar pælingar. Allt það sem Arnar Gunnlaugs segir beintengi ég við. Ég er 100 prósent sammála öllu sem hann segir. Ég er kannski að fara að segja eitthvað við hann, en hann segir það þá við mig á undan. Þetta er eiginlega ótrúlegt. Hann er kóngurinn, geggjaður þjálfari."

Þegar fréttamaður spurði Birni hvort hann hafði eitthvað við viðtalið að bæta að lokum þá sagði hann: „Núna er kominn tími til að springa út og kominn tími til að fótboltamenn fari að klæða sig almennilega."

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 3. sæti: Víkingur
Hin hliðin - Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur)
Athugasemdir
banner
banner