Rúnar Kristinsson er ánægður eftir 3-2 sigur KR gegn Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld. Hann telur sína menn hafa verðskuldað sigurinn.
„Þetta var flottur leikur hjá báðum liðum og mér fannst við verðskulda þrjú stig í þessum leik, mér fannst við betri aðilinn," sagði Rúnar.
„Þeir gerðu okkur erfitt fyrir, jöfnuðu og það var spurning hvoru megin þetta myndi lenda en Atli skorar þarna stórkostlegt mark fyrir okkur."
Atli Sigurjónsson kom inn á lokakaflanum, fékk gult spjald, gerði magnað sigurmark og fékk svo annað gult spjald mínútu síðar. Fjölmiðlar fengu ekki leyfi til að tala við Atla að leikslokum.
„Fyrra gula spjaldið er mjög soft, þetta er bara óheppni. Hann var varla kominn inná þegar hann fær spjald og svo fer hann upp í skallaeinvígi örlítið of seint.
„Dómarinn á að hafa meiri reynslu en það að henda á hann tveimur gulum spjöldum fyrir tvö brot."
Athugasemdir
























