Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 06. maí 2021 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Silkeborg á leið upp og skilur Esbjerg eftir
Patrik hélt hreinu - Kjartan Henry í KR?
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Silkeborg 2 - 0 Esbjerg
1-0 Magnus Mattsson ('70)
2-0 Nicklas Helenius ('77)
Rautt spjald: Rodolph Austin ('69, Esbjerg)

Silkeborg er á ótrúlegu skriði í dönsku B-deildinni. Liðið er ósigrað frá því í desember og hefur unnið alla leiki nema einn.

Liðið vann Esbjerg 2-0 á heimavelli í dag og fór langt með að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma gerði Silkeborg það að verkum að von Esbjerg er orðin nánast engin. Esbjerg er átta stigum á eftir Viborg og tíu stigum á eftir Silkeborg þegar fjórar umferðir eru eftir. Viborg á einnig leik til góða.

Patrik Sigurður Gunnarsson hélt enn einu sinni hreinu í liði Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson lék ekki með liðinu vegna höfuðhöggs sem hann fékk í síðustu umferð. Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með liði Esbjerg og Andri Rúnar Bjarnason síðustu sautján mínúturnar. Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg.

Þetta er mikið vonbrigðartímabil fyrir Esbjerg sem stefndi á að fara upp í Superliga í vetur.

Háværar sögusagnir eru um það að Kjartan Henry FInnbogason gæti verið á leið til KR núna fyrir gluggalok þar sem Esbjerg á svo gott sem engan möguleika á að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner