„Vonandi er þetta botninn og vonandi breytist gengið eftir þetta," sagði Freddie Ljungberg, fyrrum leikmaður Arsenal, á BT Sport í kvöld.
Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni og er ekki á leið í Meistaradeildina á næstu leiktið, fimmta árið í röð sem það gerist. Þá spilar liðið ekki til úrslita í neinni keppni í fyrsta sinn í fjögur ár.
Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni og er ekki á leið í Meistaradeildina á næstu leiktið, fimmta árið í röð sem það gerist. Þá spilar liðið ekki til úrslita í neinni keppni í fyrsta sinn í fjögur ár.
„Þetta er mjög, mjög sárt en ég held að það þurfi að beyta hvernig fjárfest er í félagið."
„Það þarf líka að breyta þeirri þróun að við erum að verða verri og verri með hverju árinu," sagði Ljungberg.
Athugasemdir