Ejub Purisevic gat brosað eftir enn einn eins marks heimasigurinn í 1.deildinni í dag þegar hann sendi Vestfirðinga heim stigalausa.
"Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, sköpuðum okkur fullt af færum og settum tvö mörk. Svo voru líka fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins góðar, vorum með gott posession eins og sagt er á góðri íslensku og fengum færi til að klára leikinn".
"Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, sköpuðum okkur fullt af færum og settum tvö mörk. Svo voru líka fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins góðar, vorum með gott posession eins og sagt er á góðri íslensku og fengum færi til að klára leikinn".
En hann viðurkenndi líka að lokakafli leiksins var býsna strembinn.
"Eftir að þeir skora þá kemur vel í ljós hversu þreyttir við erum og eftir það var þetta bara alvöru barátta".
Er Ejub glaður með byrjun liðsins í mótinu?
"Já ég er það, 10 punktar í 5 leikjum er fínt og við höfum verið að spila virkilega vel á köflum".
Nánar er rætt við Ejub í viðtalinu sem fylgir, m.a. um frammistöðu markmanns síns sem átti mikilvægar vörslur, um meiðslin í leikmannahópnum og hans sýn á framhaldið í deildinni.
Athugasemdir