
ÍBV 4 - 0 Haukar
1-0 Allison Grace Lowrey ('39)
2-0 Allison Patricia Clark ('58)
3-0 Allison Grace Lowrey ('66)
4-0 Viktorija Zaicikova ('74)
1-0 Allison Grace Lowrey ('39)
2-0 Allison Patricia Clark ('58)
3-0 Allison Grace Lowrey ('66)
4-0 Viktorija Zaicikova ('74)
Lestu um leikinn: ÍBV 4 - 0 Haukar
Haukar sáu aldrei til sólar þegar liðið mætti til leiks í Vestmannaeyjum í dag. Eyjakonur voru talsvert sterkari en leiddu aðeins 1-0 í leikhlé, eftir mark frá Allison Grace Lowrey sem skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak.
Nafna hennar Allison Patricia Clark tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik með góðu skoti rétt utan vítateigs.
ÍBV stjórnaði áfram ferðinni og bætti Allison Lowrey þriðja markinu við á 66. mínútu, áður en Viktorija Zaicikova gerði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur urðu því 4-0 og eru Eyjakonur í frábærum málum á toppi Lengjudeildarinnar, með níu stiga forystu á HK í öðru sæti.
Þetta var sjötti sigurinn í röð hjá ÍBV í deildinni. Haukar eru í neðri hlutanum með 13 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir