Aston Villa vill helst ekki selja framherjann sinn Ollie Watkins en ritstjórar Sky Sports halda því fram að 60 milljónir punda séu líklegast nóg til að sannfæra félagið að selja.
Manchester United er talið vera áhugasamt en önnur félög eru einnig að fylgjast með framgangi mála. Rauðu djöflarnir eru einnig að fylgjast náið með öðrum skotmörkum
Sky segir frá því að Man Utd sé þegar komið í viðræður við Villa um kaup á leikmanninum. Þetta hentar vel því Aston Villa hefur áhuga á Alejandro Garnacho, kantmanni Man Utd. Stjórnendur félaganna eru því að ræða um báða þessa leikmenn á fundi sínum.
Aston Villa hefur sýnt Garnacho áhuga í sumar en er ekki tilbúið til að kaupa kantmanninn. Man Utd metur hann á um 50 milljónir punda.
Bæði lið þurfa helst að selja leikmenn til að kaupa nýja inn og því gætu þessi skipti verið fullkomin til að skipta á leikmönnum.
Man Utd er einnig að reyna að losa sig við Jadon Sancho, Antony og Tyrell Malacia þessa dagana. Marcus Rashford er nýkominn til Barcelolna.
Watkins kom að 31 marki í 54 leikjum með Aston Villa á síðustu leiktíð. Til samanburðar kom Garnacho að 21 marki í 58 leikjum. Watkins er níu árum eldri.
Uppfærsla: Sky tekur núna undir með Telegraph og öðrum miðlum sem segja að Watkins sé ekki til sölu. Aston Villa ætlar ekki að selja hann undir neinum kringumstæðum.
Athugasemdir