
Tindastóll 2 - 0 Þór/KA
1-0 Birgitta Rún Finnbogadóttir ('6)
2-0 Makala Woods ('13)
1-0 Birgitta Rún Finnbogadóttir ('6)
2-0 Makala Woods ('13)
Lestu um leikinn: Tindastóll 2 - 0 Þór/KA
Tindastóll var rétt í þessu að vinna sögulegan sigur gegn nágrönnum sínum Þór/KA. Sauðkrækingar komust í tveggja marka forystu snemma leiks og héldu henni allt til leiksloka.
Þetta er í fyrsta sinn sem Stólarnir leggja Akureyringana að velli í keppnisleik. Birgitta Rún Finnbogadóttir og Makala Woods skoruðu mörkin snemma leiks.
Birgitta skoraði eftir vandræðagang í vörninni hjá Þór/KA. Hún komst inn í slaka sendingu og skoraði auðvelt mark. Gefins.
Birgitta lagði svo upp fyrir Makala skömmu síðar með frábærri sendingu yfir vörnina og gerði Makala vel að klára úr dauðafæri.
Leikurinn var annars nokkuð jafn þar sem gestirnir frá Akureyri fengu fleiri færi en tókst þó ekki að minnka muninn. Sóknarleikur Þórs/KA var bitlaus á meðan Stólarnir beittu hættulegum skyndisóknum. Stólarnir náðu sér í dýrmætan sigur, lokatölur 2-0.
Tindastóll fer upp úr neðri hlutanum í bili með þessum sigri þar sem liðið er komið með 13 stig úr 11 umferðum.
Þór/KA er áfram með 18 stig. Sigur í dag hefði hjálpað liðinu mikið við að reyna að blanda sér í toppbaráttuna.
Athugasemdir