Hollendingurinn Jorrel Hato var ekki í leikmannahópi Ajax sem er að spila æfingaleik við Celtic í Como Cup þessa stundina.
Hato er 19 ára varnarmaður sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður eða miðvörður.
Hann er mikilvægur hlekkur í byrjunarliði Ajax og hefur nú þegar tekið þátt í 6 A-landsleikjum með Hollandi. Hann hefur spilað 111 keppnisleiki fyrir Ajax þrátt fyrir ungan aldur.
Hato er búinn að semja við Chelsea um samningsmál en félögin eru ekki nálægt samkomulagi um kaupverð sem stendur.
Ajax metur táninginn á 52 milljónir punda en Chelsea vill fá hann fyrir 35 milljónir.
Chelsea er einnig í viðræðum við RB Leipzig um kaup á Xavi Simons.
Simons og Hato eru samherjar í hollenska landsliðinu.
23.07.2025 20:22
Chelsea nær samkomulagi við Hato - Biður Ajax um að leyfa sér að fara
Athugasemdir