„Ég tek ákvörðun með framhaldið þegar þetta verkefni er búið," sagði Fanndís Friðriksdóttir í spjalli við Fótbolta.net á sínum gamla heimavelli, Kópavogsvelli í dag.
Fanndís og stöllur í íslenska landsliðinu eru að fara að mæta Slóveníu í mikilvægum leik í undankeppni HM í næstu viku.
Fanndís og stöllur í íslenska landsliðinu eru að fara að mæta Slóveníu í mikilvægum leik í undankeppni HM í næstu viku.
Fanndís spilaði með Marseille í Frakklandi í vetur þar sem gengið hjá liðinu var skelfilegt. Fanndís útilokar það að vera áfram í Frakklandi o góðar líkur eru á því að hún komi heim og spili í Pepsi-deildinni.
Um Frakklandsdvölina segir hún: „Hún var mjög áhugaverð oft á köflum og stórfurðuleg."
„Það gekk rosalega mikið á þarna sem ég setti mig ekki inn í svo mikið rugl var það. Þetta var mjög áhugavert. Það er geggjað að búa í Marseille en fótboltalega hefði mátt ganga betur."
„Það var rugl í gangi, það átti að fara að útskýra fyrir mér hvað var í gangi, 'ég sagi bara nei takk, ég þarf ekki að vita það. Ég kom hingað til að spila fótbolta'. Liðsheildin var í tómu tjóni. Þetta er alls ekki lélegt fótboltalið, en þetta var furðulegt."
Framundan er eins og áður segir mikilvægur leikur við Slóveníu. „Það er búið að ganga mjög erfiðlega hjá mér og það var gott að koma á æfingu í gær, það er allt í standi hérna. Ég hlakka mjög mikið til," segir Fanndís.
„Svona leikir eru oft erfiðir. Við vitum að við erum sterkari aðilinn, en þetta byrjar 0-0."
Á leið í Pepsi-deildina
Fanndís býst við því að koma aftur heim og spila í Pepsi-deildinni í sumar. Hún spilaði með Breiðabliki áður en hún fór út en hún ólst upp hjá ÍBV. Gera má ráð fyrir því að mörg lið muni reyna að fá hana.
„Mér líður voða vel á Íslandi, mér finnst gaman að spila í Pepsi-deildinni," segir Fanndís.
„Eftir svona erfitt tímabil þá hlakka ég til að koma heim og ég held að ég geri það."
„Ég er búin að segja það að ég ætla að klára þetta verkefni og svo getum við heyrst í næstu viku. Ég er fyrst og fremst Bliki en maður þarf að skoða allt sem kemur upp."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
























