Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. júní 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kaupir Wigan fyrir 17,5 milljónir punda (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Au Yeung Wai Kay er búinn að festa kaup á enska knattspyrnufélaginu Wigan Athletic. Yeung fer fyrir sjóði frá Hong Kong sem heitir Next Leader Fund L.P.

Yeung greiðir 17,5 milljónir punda fyrir félagið sem er í fallbaráttu Championship deildarinnar sem stendur.

Yeung fær mikið fyrir peninginn þar sem samningurinn inniheldur heimavöll Wigan, æfingasvæðið, akademíuna og autt húsnæði við hlið leikvangsins.

Yeung gengur inn í stjórn Wigan ásamt kollegum sínum Man Chun Szeto og Chun Kit Chan.

„Ég er mjög spenntur að ganga í Wigan Athletic fjölskylduna og hlakka til að styðja þetta félag í gegnum það sem verður mjög erfiður kafli til að byrja með," sagði Yeung, en Wigan er tveimur stigum frá fallsæti þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner