sun 06. júní 2021 17:00
Aksentije Milisic
Deschamps vill framlengja við landsliðið - Hrósar Kante
Með þann stóra.
Með þann stóra.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við liðið.

Deschamps er að undirbúa landsliðið fyrir EM sem hefst á næstu dögum og spurning hvort liðinu takist að fara skrefinu lengra heldur en árið 2016 þar sem það tapaði gegn Portúgal í úrslitaleiknum.

Hinn 52 ára gamli Deschamps er á sínu níunda ári sem landsliðsþjálfari Frakklands og vonast hann eftir því að framlengja samning sinn.

„Ég held vonandi áfram eftir árið 2022 með samkomulagi við forsetann. Fólk verður að vilja halda þér og þá þarftu að ná í úrslit. Á einhverjum tímapunkti mun ég fara gera eitthvað annað, en ég elska þetta starf."

Þá hrósaði hann N'golo Kante, leikmanni liðsins, í hástert og sagði að hann ætti skilið að vinna gullknöttinn.

„Hann er lítill en samt svo stór! Hann er ekki með tölfræði á við framherja, hann getur skorað mörk en allt annað sem hann gerir, fólk verður að horfa á leikina. Hann á skilið að vinna gullknöttinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner