Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. júní 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
EM U21: Þýskaland meistari eftir sigur á Portúgal
Leikmenn Þýskalands fagna marki Lukas Nmecha
Leikmenn Þýskalands fagna marki Lukas Nmecha
Mynd: EPA
Portúgal 0 - 1 Þýskaland
0-1 Lukas Nmecha ('49 )

Þýskaland er Evrópumeistari U21 árs liða eftir að hafa lagt Portúgal að velli í kvöld með einu marki gegn engu. Liðið vann síðast árið 2017 og komst í úrslit tveimur árum síðar en þetta er í þriðja sinn sem U21 árs landslið Þjóðverja vinnur EM.

Portúgal byrjaði leikinn af krafti og spiluðu afar skemmtilegan bolta en Tiago Tomas átti gott færi á 8. mínútu áður en Florian Wirtz hamraði boltanum í slá nokkrum mínútum síðar hinum megin á vellinum.

Fabio Vieira átti þá skot á 39. mínútu sem fór rétt framhjá markinu áður en Vitinha slapp í gegnum nokkrum mínútum síðar en brást bogalistin.

Portúgal pressaði hátt í fyrri hálfleiknum en þýska vörnin náði að standa það af sér. Þjóðverjar gátu því ekki beðið um betri byrjun á síðari hálfleiknum en Lukas Nmecha kom liðinu yfir á 49. mínútu.

Ridle Baku átti sendingu á Nmecha sem fór fram hjá Diogo Costa og skoraði. Fjórða mark Nmecha í keppninni.

Costa hafði töluvert meira að gera í leiknum en markvörður Þjóðverja. Þýskaland varðist sem heild og það skóp sigurinn í kvöld.

Portúgalska liðið reyndi og reyndi í þeim síðari en það gekk illa að brjóta niður varnarmúrinn og lokatölur því 1-0 fyrir Þýskaland sem vinnur mótið í þriðja sinn.

Nmecha, sem er á mála hjá Manchester City, er markahæsti maður mótsins með 4 mörk í heildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner