mán 06. júní 2022 22:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blaðamannafundur Arnars eftir leik - „Eigum fullt af svona leikmönnum akkúrat núna"
,,Þetta eru allt Ítalir nánast''
Arnar Þór
Arnar Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöfnunarmarkið
Jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarliðið í kvöld
Byrjunarliðið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnór komst í gott færi
Arnór komst í gott færi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hér að neðan má lesa það sem landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafði að segja eftir 1-1 jafntefli gegn Albaníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Um frammistöðuna
„Fyrstu viðbrögð eru svekkelsi og ég er ekki sá eini. Ég held að allur klefinn og allt teymið sé svekkt að við náðum ekki að sigla þessu í höfn. Okkar tilfinning í hálfleik með fyrri hálfleikinn var að við vorum of passívir."

„Þegar við förum of neðarlega með varnarlínuna okkar þá ná kantmennirnir ekki upp í pressu á þeirra vinstri og hægri hafsent. Leikplanið var að fá bæði Jón Dag og Arnór í pressuna á þeirra hafsenta eins og við gerðum í seinni hálfleik."

„Við vorum of neðarlega og náðum aldrei upp í þessa pressu í fyrri hálfleik. Þá líður leikmönnum líka eins og þeir þurfi að hlaupa tíu kílómetra í einum hálfleik. Við kíktum á nokkrar klippur í hálfleik og sýndum hvað við gætum bætt."

„Munurinn á milli hálfleika var mjög, mjög, mjög mikill. Þrátt fyrir að við vorum kannski ekki sáttir við fyrri hálfleikinn þá fengum við samt tvö eða þrjú góð færi. Við komumst í góðar stöður með Arnór og Ísak og svo var Arnór næstum því sloppinn í gegn."

„Við fáum mark á okkur sem er sloppy frá A-Ö. Við vorum of neðarlega og þeir náðu of mörgum sendingum án þess að við náðum að setja pressu á boltann. Svo kemur skot á markið og við vinnum ekki annan boltann og þeir gera það. Við vorum ekki nægilega aggresívir í markinu. Þeir skjóta tvisvar á markið og komu bæði skotin í þessari sókn. Það segir svolítið mikið."


Um jöfnunarmarkið
„Við komum rosalega aggressívir út úr klefanum. Fórum hærra, vinnum boltann hærra og erum að spila á okkar styrkleikum. Þessir leikmenn sem eru í liðinu, í fremstu stöðunum. Þetta eru fótboltamenn, þeir eru góðir í fótbolta, eru teknískir. eru með hlaupagetu og eru góðir í að setja pressu þegar þeir gera það. Við eigum fullt af svona leikmönnum akkúrat núna. Það er það sem skapar markið, það er það sem skapar þessi held ég 4-5 móment í seinni hálfleik þar sem við komumst hratt á þá af því við unnum boltann aðeins hærra."

„Þá var spurning um síðustu sendingu, sem stundum þarf ekki að vera sending, má alveg vera skot líka. Ísak hefði getað skotið, ég sagði við Mikael Neville að hann hefði mátt vera eigingjarn þegar hann komst í fína stöðu. Ef ég á meta markið þá er það bara að frammistaðan í seinni hálfleik var mikið aggresívari."


Samanborið við leikinn í Ísrael?
„Allt öðruvísi, það var meiri orka sérstaklega í fyrri hálfleiknum á móti Ísrael. Maður sér það strax t.d. á hlaupatölum Þóris Jóhanns í hálfleik. Hann var það sem við köllum 'off', undir sínu meðaltali. Það er einfaldlega vegna þess að það var svaðaleg orka í honum í Ísrael, það var heitt og erfitt ferðalag. Við erum með unga leikmenn og þeir þurfa kannski aðeins meira 'recovery'."

„Tempóið í Ísrael var hærra og það hefur líka með andstæðinga að gera. Það sést í seinni hálfleik þegar við keyrum á þá. Þá bakka þeir bara, þetta eru allt Ítalir nánast - þ.e.a.s. spila á Ítalíu og þeir kunna að verjast."


Horft í að vinna riðilinn?
Liðið er með tvö stig eftir tvo leiki í riðlinum. Eftir eru leikur gegn Ísrael á heimavelli og Albaníu á útivelli.

„Við viljum auðvitað vinna alla leiki og það sem mér finnst jákvætt við þessa Þjóðadeild er að þegar þú ert kominn í þá deild sem er á þínu getustigi eru þetta mjög góðir leikir fyrir okkur."

„Við vitum að það er erfitt að spila við Þýskaland og Spáni eins og við höfum kynnst undanfarna mánuði. En þetta [leikirnir núna] eru 50:50 leikir og við erum á sama getustigi og þessi lið."

„Það er mjög jákvætt eftir tvo leiki að við séum svekktir með jafntefli en erum ennþá í séns. Það væri hundfúlt ef við værum með núll stig og þetta væri búið. Það eru þessi jákvæðu skref sem okkur finnst við vera að taka. Ég held að flestir séu sammála um að þetta sé að mjakast í rétt átt."


Arnar kom þá inn á að það væri ómögulegt að spá fyrir hversu mörg stig þarf til að vinna riðilinn þar sem einungis þrjú lið væru í riðlinum.

Á fundinum ræddi Arnar einnig um Albert Guðmundsson, leikinn gegn San Marínó og U21 árs landsliðið og má nálgast svör hans um þau málefni í öðrum fréttum hér á Fótbolta.net.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner