Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 06. júní 2022 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Danir unnu eftir meira en klukkutíma frestun
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick og lærisveinar hans í Austurríki þurftu að sætta sig við tap gegn Danmörku á heimavelli í Þjóðadeildinni í kvöld.

Það var meira en klukkutíma seinkun á leiknum því það var rafmagnslaust á leikvangnum í Vín, en leikurinn hófst að lokum.

Miðjumaðurinn Pierre-Emile Hojbjerg kom Danmörku yfir í fyrri hálfleik og var staðan 0-1 í leikhléi. Gegenpressan hjá Austurríki skilaði sér í jöfnunarmarki á 67. mínútu en Jens Stryger Larsen sá til þess að Danir fóru heim með stigin þrjú.

Danir eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Austurríki er með þrjú stig. Heimsmeistarar Frakklands eru bara með eitt stig því þeir gerðu jafntefli gegn Króatíu í kvöld. Þessi lið mættust í úrslitum HM 2018 og þá unnu Frakkar sannfærandi en Andrej Kramaric jafnaði metin úr vítaspyrnu seint í leiknum í kvöld.

Þá var einnig spilað í C-deildinni og D-deild Þjóðadeildarinnar en öll úrslitin má sjá hér að neðan.

A-riðill
Austurríki 1 - 2 Danmörk
0-1 Pierre-Emile Hojbjerg ('28 )
1-1 Xaver Schlager ('67 )
1-2 Jens Stryger Larsen ('84 )

Króatía 1 - 1 Frakkland
0-1 Adrien Rabiot ('52 )
1-1 Andrej Kramaric ('83 , víti)

C-riðill
Hvíta-Rússland 0 - 0 Aserbaídsjan
Rautt spjald: Gismat Aliyev, Azerbaijan ('84)

Slóvakía 0 - 1 Kasakstan
0-1 Aslan Darabaev ('26 )

D-riðill
Lettland 1 - 0 Liechtenstein
1-0 Artur Zjuzins ('73 )

Andorra 0 - 0 Moldavía
Rautt spjald: Victor Stina, Moldova ('43)
Athugasemdir
banner