Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 06. júní 2023 20:07
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Markalaust í Keflavík
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Keflavík 0 - 0 ÍBV


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

Keflavík og ÍBV áttust við í fyrsta leik kvöldsins í Bestu deild kvenna og var fyrri hálfleikurinn afar fjörugur þar sem bæði lið fengu dauðafæri en boltinn rataði ekki í netið.

ÍBV komst nokkrum sinnum nálægt því að taka forystuna á fyrstu 20 mínútum leiksins en Kristín Erna Sigurlásdóttur tókst ekki að setja boltann í netið.

Keflavík vann sig inn í leikinn og fékk hættuleg færi en á einhvern hátt hélst staðan áfram markalaus.

Síðari hálfleikurinn var hundleiðinlegur þar sem ekkert gerðist að undanskildum hálffærum. Lokatölur 0-0 og eru þessi lið aðeins búin að skora fjögur og fimm mörk í fyrstu sjö umferðum tímabilsins.

ÍBV er áfram í næstneðsta sæti, með sjö stig. Keflavík er með átta stig.


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 13 3 2 42 - 15 +27 42
2.    Breiðablik 18 10 4 4 42 - 20 +22 34
3.    Stjarnan 18 8 5 5 26 - 19 +7 29
4.    Þróttur R. 18 8 4 6 31 - 22 +9 28
5.    FH 18 8 4 6 25 - 20 +5 28
6.    Þór/KA 18 8 2 8 25 - 24 +1 26
7.    Tindastóll 18 5 4 9 14 - 32 -18 19
8.    ÍBV 18 5 3 10 15 - 27 -12 18
9.    Keflavík 18 4 5 9 11 - 27 -16 17
10.    Selfoss 18 3 2 13 10 - 35 -25 11
Athugasemdir
banner
banner
banner