Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 06. júní 2023 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er hundsvekktur með þetta," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga eftir tap liðsins gegn KA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst við eiga meira skilið, sérstaklega eftir seinni hálfleikinn. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleik og vera ofan á en það vantaði herslumuninn að klára leikinn."

„Ég tek ekkert af strákunum, flott frammistaða. Þó ég hafi viljað fá meira út úr þessu í fyrri hálfleik, mér fannst við vera ragir þar. Við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að hætta að gefa þeim svæði og bakka alltof langt til baka heldur stíga betur upp og vera aggressívir og þora á móti þeim og það var heldur betur betur það sem ég fékk frá liðinu í seinni hálfleik," sagði Helgi.

Grindvíkingar voru með stærri markmið en átta liða úrslitin.

„Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í gegnum þetta, Aftureldingu út, Val úti og svo fáum við KA hérna. Það var kristal klárt að við vorum komnir hingað til að vinna þennan leik. Við erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa hérna og vera bara með, við erum með metnað og því miður tókst það ekki í dag, við verðum bara að sleikja sárin í kvöld og gera okkur svo klára fyrir alvöru baráttu sem eftir er í Lengjudeildinni," sagði Helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner