Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Maggi Már um rauða spjaldið: Glórulaust
"Ef við værum með sömu aðstöðu og hinir þá værum við ekki að spila þennan leik í dag"
Pétur Péturs: Það skipir engu máli
Nik: Höfum tekið skref á hverju ári
Guðni Eiríks: Hennar fyrstu viðbrögð voru að hún hafi ökklabrotnað
Gulli Gull: Daglegt líf snýst um hvort maður vinnur fótboltaleiki eða ekki
Palli Kristjáns um brotthvarf Rúnars: Erfið ákvörðun en held að hún sé rétt
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
   þri 06. júní 2023 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er hundsvekktur með þetta," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga eftir tap liðsins gegn KA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst við eiga meira skilið, sérstaklega eftir seinni hálfleikinn. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleik og vera ofan á en það vantaði herslumuninn að klára leikinn."

„Ég tek ekkert af strákunum, flott frammistaða. Þó ég hafi viljað fá meira út úr þessu í fyrri hálfleik, mér fannst við vera ragir þar. Við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að hætta að gefa þeim svæði og bakka alltof langt til baka heldur stíga betur upp og vera aggressívir og þora á móti þeim og það var heldur betur betur það sem ég fékk frá liðinu í seinni hálfleik," sagði Helgi.

Grindvíkingar voru með stærri markmið en átta liða úrslitin.

„Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í gegnum þetta, Aftureldingu út, Val úti og svo fáum við KA hérna. Það var kristal klárt að við vorum komnir hingað til að vinna þennan leik. Við erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa hérna og vera bara með, við erum með metnað og því miður tókst það ekki í dag, við verðum bara að sleikja sárin í kvöld og gera okkur svo klára fyrir alvöru baráttu sem eftir er í Lengjudeildinni," sagði Helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner