Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 06. júní 2023 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er hundsvekktur með þetta," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindvíkinga eftir tap liðsins gegn KA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Grindavík

„Mér fannst við eiga meira skilið, sérstaklega eftir seinni hálfleikinn. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleik og vera ofan á en það vantaði herslumuninn að klára leikinn."

„Ég tek ekkert af strákunum, flott frammistaða. Þó ég hafi viljað fá meira út úr þessu í fyrri hálfleik, mér fannst við vera ragir þar. Við töluðum um það í hálfleik að við þurftum að hætta að gefa þeim svæði og bakka alltof langt til baka heldur stíga betur upp og vera aggressívir og þora á móti þeim og það var heldur betur betur það sem ég fékk frá liðinu í seinni hálfleik," sagði Helgi.

Grindvíkingar voru með stærri markmið en átta liða úrslitin.

„Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í gegnum þetta, Aftureldingu út, Val úti og svo fáum við KA hérna. Það var kristal klárt að við vorum komnir hingað til að vinna þennan leik. Við erum ekki bara komnir hingað til að ferðast 400 kílómetra til að tapa hérna og vera bara með, við erum með metnað og því miður tókst það ekki í dag, við verðum bara að sleikja sárin í kvöld og gera okkur svo klára fyrir alvöru baráttu sem eftir er í Lengjudeildinni," sagði Helgi.


Athugasemdir
banner