Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 23:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Galin endurkoma hjá Víði - Kári á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það voru ótrúlegir leikir í 3. deild í kvöld en Kári, Víðir og Árbær eru með jafn mörg stig á toppnum.


Víðir vann KFK eftir ótrúlega endurkomu á útivelli. Heimamenn náðu tveggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiks og virtust vera að sigla þessu heim. Einar Örn Andrésson minnkaði muninn í uppbótatíma.

Hann gerði gott betur og jafnaði metin stuttu síðar og Daniel Beneitez Fidalgo fullkomnaði síðan ótrúlegan endurkomu sigur.

Tíu leikmenn Kára lögðu KV og liðið komst þar með á topp deildarinnar.

Árbær er með jafn mörg stig og Kári og Víðir en liðið lenti undir gegn ÍH en svaraði með þremur mörkum áður en Gísli Þröstur klóraði í bakkann fyrir ÍH.

KFK 2 - 3 Víðir
1-0 Patrekur Hafliði Búason ('20 )
2-0 Stefán Ómar Magnússon ('46 )
2-1 Einar Örn Andrésson ('90 )
2-2 Einar Örn Andrésson ('90 )
2-3 Daniel Beneitez Fidalgo ('91 )

KV 0 - 2 Kári
0-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('51 )
0-2 Sigurjón Logi Bergþórsson ('62 )
Rautt spjald: Máni Berg Ellertsson , Kári ('55)

ÍH 2 - 3 Árbær
1-0 Brynjar Jónasson ('15 )
1-1 Eyþór Ólafsson ('58 )
1-2 Jordan Chase Tyler ('69 )
1-3 Aron Breki Aronsson ('78 )
2-3 Gísli Þröstur Kristjánsson ('80 )


3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 8 6 1 1 28 - 13 +15 19
2.    Augnablik 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
3.    Víðir 8 5 2 1 31 - 12 +19 17
4.    Árbær 8 4 2 2 18 - 16 +2 14
5.    Magni 8 4 2 2 11 - 11 0 14
6.    Elliði 8 4 1 3 14 - 20 -6 13
7.    Sindri 8 3 0 5 18 - 18 0 9
8.    KFK 8 3 0 5 16 - 22 -6 9
9.    Hvíti riddarinn 8 3 0 5 12 - 21 -9 9
10.    ÍH 8 2 1 5 21 - 26 -5 7
11.    Vængir Júpiters 8 2 1 5 20 - 25 -5 7
12.    KV 8 1 0 7 9 - 27 -18 3
Athugasemdir
banner
banner