Það voru ótrúlegir leikir í 3. deild í kvöld en Kári, Víðir og Árbær eru með jafn mörg stig á toppnum.
Víðir vann KFK eftir ótrúlega endurkomu á útivelli. Heimamenn náðu tveggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiks og virtust vera að sigla þessu heim. Einar Örn Andrésson minnkaði muninn í uppbótatíma.
Hann gerði gott betur og jafnaði metin stuttu síðar og Daniel Beneitez Fidalgo fullkomnaði síðan ótrúlegan endurkomu sigur.
Tíu leikmenn Kára lögðu KV og liðið komst þar með á topp deildarinnar.
Árbær er með jafn mörg stig og Kári og Víðir en liðið lenti undir gegn ÍH en svaraði með þremur mörkum áður en Gísli Þröstur klóraði í bakkann fyrir ÍH.
KFK 2 - 3 Víðir
1-0 Patrekur Hafliði Búason ('20 )
2-0 Stefán Ómar Magnússon ('46 )
2-1 Einar Örn Andrésson ('90 )
2-2 Einar Örn Andrésson ('90 )
2-3 Daniel Beneitez Fidalgo ('91 )
KV 0 - 2 Kári
0-1 Hektor Bergmann Garðarsson ('51 )
0-2 Sigurjón Logi Bergþórsson ('62 )
Rautt spjald: Máni Berg Ellertsson , Kári ('55)
ÍH 2 - 3 Árbær
1-0 Brynjar Jónasson ('15 )
1-1 Eyþór Ólafsson ('58 )
1-2 Jordan Chase Tyler ('69 )
1-3 Aron Breki Aronsson ('78 )
2-3 Gísli Þröstur Kristjánsson ('80 )

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |