Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Guardiola bjartsýnn á að City fái að vera með í Meistaradeildinni
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur trú á því að félagið muni taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Man City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en alls ekki er víst að City verði með í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að UEFA dæmdi það í tveggja ára bann frá því að spila í keppnum á þeirra vegum vegna ítrekaðra brota á fjárhagsreglum sambandsins.

City áfrýjaði niðurstöðunni til Alþjóðaíþróttadómstólsins og liggur ákvörðun fyrir í þessum mánuði, nánar tiltekið þann 13. júlí.

Guardiola er bjartsýnn og segir: „Við erum tilbúin. Ég ber mikið traust til fólksins sem er að vinna í málinu að við fáum að spila í Meistaradeildinni. Þann 13. júlí fæst niðurstaðan og vonandi getum við haldið áfram að vaxa sem félag."

City er enn í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Liðið á eftir að spila seinni leik sinn við Real Madrid í 16-liða úrslitunum eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli, 1-2. Óvíst er hvort að seinni leikurinn fari fram í Manchester eða annars staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner