Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 06. júlí 2020 22:09
Fótbolti.net
Stephanie Ribeiro: Þetta var risasigur
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var risasigur. Fyrsti sigur okkar í sumar og tilfinningin er frábær,“ sagði Stephanie Mariana Ribeiro, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 útisigur í nýliðaslag FH og Þróttar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

„Það var gott að skora snemma en smá sjokk þegar þær jöfnuðu. Þá skoruðum við hinvegar bara aftur og héldum forystunni. Þetta var gott,“ sagði Stephanie sem hefur farið vel af stað í deildinni í sumar. Hún skoraði bæði mörk Þróttar í kvöld og er komin með 5 deildarmörk eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

„Ég kann vel við mig hérna. Stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og hinum erlendu leikmönnunum. Það er auðvelt að komast inn í hópinn og ég er ánægð með að vera hér,“ sagði Stephanie en vildi ekkert gefa upp um sín persónulegu markmið í markaskorun önnur en að hún stefnir á sem flest mörk.

FH vildi fá víti rétt fyrir hálfleik en Stephanie var ekki mikið að velta því fyrir sér í leikslok.

„Þetta var 50/50 en ég er ánægð með að þetta féll okkar megin,“ sagði sóknarmaðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner