Atletico vill fá Romero - United býður í Branthwaite ef Maguire fer - Real hefur áhuga á Saliba
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mán 06. júlí 2020 22:09
Fótbolti.net
Stephanie Ribeiro: Þetta var risasigur
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var risasigur. Fyrsti sigur okkar í sumar og tilfinningin er frábær,“ sagði Stephanie Mariana Ribeiro, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 útisigur í nýliðaslag FH og Þróttar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

„Það var gott að skora snemma en smá sjokk þegar þær jöfnuðu. Þá skoruðum við hinvegar bara aftur og héldum forystunni. Þetta var gott,“ sagði Stephanie sem hefur farið vel af stað í deildinni í sumar. Hún skoraði bæði mörk Þróttar í kvöld og er komin með 5 deildarmörk eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

„Ég kann vel við mig hérna. Stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og hinum erlendu leikmönnunum. Það er auðvelt að komast inn í hópinn og ég er ánægð með að vera hér,“ sagði Stephanie en vildi ekkert gefa upp um sín persónulegu markmið í markaskorun önnur en að hún stefnir á sem flest mörk.

FH vildi fá víti rétt fyrir hálfleik en Stephanie var ekki mikið að velta því fyrir sér í leikslok.

„Þetta var 50/50 en ég er ánægð með að þetta féll okkar megin,“ sagði sóknarmaðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner