„Þetta var risasigur. Fyrsti sigur okkar í sumar og tilfinningin er frábær,“ sagði Stephanie Mariana Ribeiro, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 útisigur í nýliðaslag FH og Þróttar.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Þróttur R.
„Það var gott að skora snemma en smá sjokk þegar þær jöfnuðu. Þá skoruðum við hinvegar bara aftur og héldum forystunni. Þetta var gott,“ sagði Stephanie sem hefur farið vel af stað í deildinni í sumar. Hún skoraði bæði mörk Þróttar í kvöld og er komin með 5 deildarmörk eftir fjórar fyrstu umferðirnar.
„Ég kann vel við mig hérna. Stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og hinum erlendu leikmönnunum. Það er auðvelt að komast inn í hópinn og ég er ánægð með að vera hér,“ sagði Stephanie en vildi ekkert gefa upp um sín persónulegu markmið í markaskorun önnur en að hún stefnir á sem flest mörk.
FH vildi fá víti rétt fyrir hálfleik en Stephanie var ekki mikið að velta því fyrir sér í leikslok.
„Þetta var 50/50 en ég er ánægð með að þetta féll okkar megin,“ sagði sóknarmaðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir