Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Gummi Magg: Ætlaði bara að breyta leiknum
Rúnar Kristins: Gaui Þórðar sagði það alltaf í gamla daga
Sölvi: Við vorum algjörir killers
Dóri Árna: Stórfurðulega dæmdur leikur en við vorum sjálfum okkur verstir
Láki: Er ekki að ætlast til þess að við vinnum þá alla daga vikunnar
   mán 06. júlí 2020 22:09
Fótbolti.net
Stephanie Ribeiro: Þetta var risasigur
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var risasigur. Fyrsti sigur okkar í sumar og tilfinningin er frábær,“ sagði Stephanie Mariana Ribeiro, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 útisigur í nýliðaslag FH og Þróttar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

„Það var gott að skora snemma en smá sjokk þegar þær jöfnuðu. Þá skoruðum við hinvegar bara aftur og héldum forystunni. Þetta var gott,“ sagði Stephanie sem hefur farið vel af stað í deildinni í sumar. Hún skoraði bæði mörk Þróttar í kvöld og er komin með 5 deildarmörk eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

„Ég kann vel við mig hérna. Stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og hinum erlendu leikmönnunum. Það er auðvelt að komast inn í hópinn og ég er ánægð með að vera hér,“ sagði Stephanie en vildi ekkert gefa upp um sín persónulegu markmið í markaskorun önnur en að hún stefnir á sem flest mörk.

FH vildi fá víti rétt fyrir hálfleik en Stephanie var ekki mikið að velta því fyrir sér í leikslok.

„Þetta var 50/50 en ég er ánægð með að þetta féll okkar megin,“ sagði sóknarmaðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner