Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
Niko Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Manutd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
   mán 06. júlí 2020 22:09
Fótbolti.net
Stephanie Ribeiro: Þetta var risasigur
Kvenaboltinn
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Stephanie er að koma sterk inn í Pepsi Max deildina
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var risasigur. Fyrsti sigur okkar í sumar og tilfinningin er frábær,“ sagði Stephanie Mariana Ribeiro, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 útisigur í nýliðaslag FH og Þróttar.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Þróttur R.

„Það var gott að skora snemma en smá sjokk þegar þær jöfnuðu. Þá skoruðum við hinvegar bara aftur og héldum forystunni. Þetta var gott,“ sagði Stephanie sem hefur farið vel af stað í deildinni í sumar. Hún skoraði bæði mörk Þróttar í kvöld og er komin með 5 deildarmörk eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

„Ég kann vel við mig hérna. Stelpurnar hafa tekið vel á móti mér og hinum erlendu leikmönnunum. Það er auðvelt að komast inn í hópinn og ég er ánægð með að vera hér,“ sagði Stephanie en vildi ekkert gefa upp um sín persónulegu markmið í markaskorun önnur en að hún stefnir á sem flest mörk.

FH vildi fá víti rétt fyrir hálfleik en Stephanie var ekki mikið að velta því fyrir sér í leikslok.

„Þetta var 50/50 en ég er ánægð með að þetta féll okkar megin,“ sagði sóknarmaðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner