Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. júlí 2022 18:29
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton fær Romeo Lavia (Staðfest) - City með endurkaupsrétt
Mynd: Getty Images
Bazunu er einnig kominn frá Man City.
Bazunu er einnig kominn frá Man City.
Mynd: Getty Images

Southampton er búið að festa kaup á hinum 18 ára gamla Romeo Lavia frá Manchester City.


Southampton borgar um 14 milljónir punda í heildina fyrir Lavia og getur Man City keypt hann aftur til sín fyrir 40 milljónir. 

Auk þess að vera með endurkaupsrétt er City með 20% ágóða á næstu sölu leikmannsins og forkaupsrétt. Ef Southampton samþykkir tilboð í Lavia þá neyðist félagið til að samþykkja jafnhátt tilboð frá City.

Lavia þykir gríðarlega mikið efni og ákvað City að selja miðjumanninn fjölhæfa til að missa hann ekki frítt í framtíðinni.

Lavia hefur spilað tvo leiki með aðalliði Man City þrátt fyrir ungan aldur og er hann mikilvægur hlekkur í U19 landsliði Belgíu.

Táningurinn er gríðarlega spenntur fyrir dvöl sinni hjá Southampton þar sem hann skrifar undir fimm ára samning.

„Ég vildi fara til Southampton því ég veit að ungir leikmenn fá mikið af tækifærum hér. Ég er mjög spenntur," sagði Lavia við komuna.

Southampton er þá búið að krækja í fjóra leikmenn í sumar, þar af tvo unga leikmenn frá Man City. Félagið borgaði 12 milljónir fyrir markvörðinn Gavin Bazunu frá City og er einnig búið að næla sér í Armel Bella-Kotchap frá Bochum og Mateusz Lis frá Altay.

Gavunu og Bella-Kotchap munu berjast um sæti í byrjunarliðinu á meðan Lis verður líklegast þriðji markvörður félagsins.


Athugasemdir
banner