Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. júlí 2022 14:30
Brynjar Ingi Erluson
„Það myndi hjálpa CSKA mikið að fá Hörð aftur"
Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valeri Nikolayevich Masalitin, fyrrum leikmaður CSKA Moskvu, segir að það myndi hjálpa liðinu heilmikið að fá Hörð Björgvin Magnússon aftur til félagsins.

Íslenski landsliðsmaðurinn yfirgaf CSKA í síðasta mánuði eftir að hafa eytt síðustu fjórum árum sínum hjá félaginu.

Hörður kvaddi liðsfélaga sína og stuðningsmenn en nú er hann með samningstilboð frá CSKA.

Félagið hefur boðið honum eins árs samning með möguleika á að framlengja um annað ár. Hörður hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína en hann hefur úr nokkrum tilboðum að velja.

Masalitin, sem var einn besti leikmaður CSKA á níunda og tíunda áratugnum, segir að það myndi hjálpa félaginu mikið að fá Hörð aftur inn í liðið.

„Það er ljóst að CSKA er að glíma við mikil vandræði í vörninni og félagið þekkir hæfileika hans mjög vel og hvernig hægt er að ná því besta úr honum. Það myndi hjálpa heilmikið að fá Hörð. Hann er góður varnarmaður," sagði Masalitin við Championat.
Athugasemdir
banner
banner