mið 06. september 2017 16:32
Magnús Már Einarsson
KSÍ reyndi að fá kvennalandsliðið og Pepsi-deildina inn í FIFA 18
Mynd: KSÍ
Íslenska karlalandsliðið verður í tölvuleiknum FIFA 18 sem kemur út í lok mánaðarins. KSÍ reyndi einnig að semja við framleiðandann EA Sports um að fá kvennalandsliðið og Pepsi-deildina inn í leikinn en án árangurs.

„Við reyndum að fá kvennalandsliðið og íslensku deildina inn en það verður að bíða betri tíma. Við byrjum með íslenska karlalandsliðið," sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ við Fótbolta.net í dag.

„Það er erfiðara um vik með kvennalandsliðið og deildina út af þessum smáa markaði hjá okkur."

„Við reynum auðvitað allt í framhaldinu til að koma kvennalandsliðinu og Pepsi-deildinni líka þarna inn ef mögulegt er."


Sjá einnig:
Ísland er með í FIFA 18 (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner