Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er mótfallinn þeirri hugmynd að halda HM á tveggja ára fresti. Hann segir að það myndi gengisfella mótið og rýra verðmæti þess.
FIFA er með áform um að fjölga heimsmeistaramótum en fremstur í þessari vinnu er Arsene Wenger fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal sem starfar núna hjá FIFA.
FIFA er með áform um að fjölga heimsmeistaramótum en fremstur í þessari vinnu er Arsene Wenger fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal sem starfar núna hjá FIFA.
„Gimsteinn heimsmeistaramótsins er hversu sjaldan mótið er haldið. Það mun þynna keppnina út að halda hana á tveggja ára fresti," segir Ceferin.
HM hefur verið haldið á fjögurra ára fresti síðan keppnin var stofnuð 1930. Árin 1942 og 1946 féll HM niður vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. HM kvenna hefur einnig verið á fjögurra ára fresti síðan keppni hófst 1991.
Wenger sagði í maí að hans vilji væri að sjá HM og EM á tveggja ára fresti.
Athugasemdir