Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 06. september 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona vill fá Walsh - Sú dýrasta í heimi?
Mynd: Getty Images
Barcelona er mætt aftur í viðræður við Manchester City um kaup á Keira Walsh. Kaupverðið sem rætt er um á að vera metupphæð í kvennaboltanum.

Pernille Harder er sem stendur dýrasti leikmaður í sögu kvennaboltans en Chelsea borgaði 250 þúsund pund fyrir hana árið 2020 þegar hún var fengin frá Wolfsburg.

Walsh er miðjumaður enska landsliðsins. Hún átti frábært mót og var í úrvalsliði mótsins þegar England varð Evrópumeistari í sumar. Barcelona hefur ekki mikinn tíma til að ganga frá skiptunum því félagsskiptagluginn lokar á morgun.

City hefur engan sérstakan áhuga á því að selja Walsh og hefur þegar neitað þremur tilboðum í hana. City er þrátt fyrir það þegar farið að leita að leikmanni í stað Walsh þar sem hún er á lokaári samnings síns.

Hún er 25 ára gömul, er uppalin hjá Blackburn en fór til City árið 2017. Hún áað baki 49 landsleiki fyrir og þrjá fyrir Bretland.
Athugasemdir
banner
banner
banner