Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 06. september 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert vesen á milli Mbappe og Neymar
Kylian Mbappe og Neymar
Kylian Mbappe og Neymar
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, neitar því að samband hans og brasilíska sóknarmannsins Neymar sé slæmt.

Lengi hefur verið rætt um samband þeirra félaga en það virðist hafa verið stirrt að undanförnu.

Fyrr á tímabilinu rifust þeir yfir því hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnu gegn Montpellier og þá skrifuðu franskir fjölmiðlar um það í sumar að Mbappe vildi fá Neymar burt frá félaginu.

Mbappe segir ekkert óeðlilegt við samband þeirra.

„Þetta er sjötta ár mitt með Neymar. Samband okkar hefur alltaf verið svona, það er gagnkvæm virðing, en stundum er þetta kalt og stundum heitt. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og áhrifum hans á liðið."

„Ég veit ekki hver tekur víti gegn Juventus. Það mun koma í ljós og sjá hvernig leikurinn þróast. Það að vera vítaskytta liðsins þýðir ekki að maður sé að taka allar spyrnurnar. Það þarf að kunna að deila kökunni,"
sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner