þri 06. september 2022 23:17
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Eftir það var þetta auðvelt
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Manuel Akanji átti góðan leik í vörninni
Manuel Akanji átti góðan leik í vörninni
Mynd: Manchester City
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með 4-0 sigur sinna manna á Sevilla í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Englandsmeistararnir fóru til Spánar og mættu Sevilla. Erling Braut Haaland gerði fyrsta markið áður en Phil Foden tvöfaldaði forystuna.

Haaland gerði annað mark sitt í leiknum áður en Ruben Dias skoraði fjórða og síðasta mark leiksins.

„Ef við tölum um úrslitin þá vorum við ekkert svakalegir í fyrri hálfleik og vildum alltaf sækja of hratt. Þegar þeir byrjuðu að spila betur þá skoruðum við frábært mark eftir frábæra sókn Foden og eftir það var þetta auðvelt," sagði Guardiola.

Haaland hélt áfram að skora og kemur það Guardiola lítið á óvart.

„ Ég held að tölur hans yfir ferilinn eru mjög svipaðar. Hann er með ótrúlega tilfinningu fyrir marki. Við erum með ótrúlegar tölur þegar það kemur að mörkum og við viljum halda áfram á sömu braut. Það er annar bardagi á laugardag gegn Tottenham, þannig vonandi getum við haldið því áfram."

Phil Foden skoraði og lagði upp mark í leiknum.

„Foden er með ótrúlega hæfileika. Hann hefur ekki spilað það vel undanfarið, svona miðað við hvernig hann spilar vanalega, en hann skilar alltaf sínu og tekur alltaf hlaupin og berst fyrir liðið. Ég er viss um að markið og stoðsendingin í dag muni hjálpa honum."

Svissneski miðvörðurinn Manuel Akanji spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man City í kvöld og var óaðfinnanlegur.

„Mjög góður. Hann tók aðeins eina og hálfa æfingu á þessum tveimur dögum og ekkert meira en það. Við vissum að hann er sterkur og klókur með boltann. Man City gaf mér og félaginu frábæran leikmann," sagði Guardiola ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner