Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 06. september 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjálfstraust Arnórs í botni - Komið að sjö mörkum í sex leikjum
Arnór SIgurðsson
Arnór SIgurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór lærði mikið af erfiðu tímabili á Ítalíu
Arnór lærði mikið af erfiðu tímabili á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur leikið sér að andstæðingum sínum í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og virðist hann hafa fundið sitt gamla form.

Arnór er samningsbundinn rússneska félaginu CSKA Moskvu til 2024 en hann nýtti sér sérstakt úrræði FIFA og fékk að yfirgefa félagið í eitt ár vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Hann samdi við sitt gamla félag Norrköping og í dag geislar svoleiðis af honum sjálfstraustið.

Arnór átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð er hann var á láni hjá Venezia á Ítalíu. Hann fékk lítið að spila og var þá að glíma við meiðsli en nú er allt annar bragur á honum.

Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Norrköping á Hammarby í gær og var mikil ógn allan leikinn. Arnór hefur nú skorað 5 mörk og lagt upp 2 í 6 leikjum, en tölfræðin sýnir að yfirburðir hans eru gríðarlegir.



Tölfræðin hér fyrir ofan sýnir að hann hefur verið duglegur að koma sér í góðar stöður, taka menn á og er sífellt ógnandi við vítateiginn. Blái flöturinn sýnir meðaltalið hjá leikmönnum í sænsku deildinni en rauði flöturinn sýnir frammistöðu Arnórs og eru yfirburðirnir greinilegir. Hugarfarið er á réttum stað og hann búinn að finna sitt gamla form og gott betur en það.



Eftir tímabilið hjá Venezia viðurkenndi hann að það hefði verið mikil vonbrigði.

„Auðvitað vonbrigðatímabil hjá bæði liðinu og mér sjálfurm. Það er enginn heimsendir, það eru ups og downs í fótboltanum. Það skiptir meira máli að maður sé með hausinn í þetta þegar það er mótlæti og það er búið að vera mikið um það núna," sagði Arnór við Fótbolta.net fyrr í sumar er hann var í verkefni með íslenska landsliðinu.

Í því verkefni spilaði hann frábærlega og fékk hann endurnýjun lífdaga sem gáfu vísbendingar um að eitthvað meira væri í vændum og það reyndist rétt.

Síminn verður byrjaður að glóa eftir tímabilið í Svíþjóð ef hann heldur áfram á sömu braut, ef hann er ekki byrjaður að því nú þegar.
Athugasemdir
banner
banner
banner